Café Lingua er ætlað öllum þeim sem hafa áhuga á tungumálum, samskiptum og fjölbreyttri menningu. Í Café Lingua gefst tækifæri til að spjalla á móðurmálinu eða öðru tungumáli og er lögð áhersla á að kynna og varpa ljósi á mismunandi menningarheima á lifandi hátt s.s. með fyrirlestrum, umræðum, tónlist, kvikmyndum og öðru. Café Lingua er haldið fjórum sinnum í mánuði, fyrstu þrjá mánudagana í aðalsafni og síðasta laugardag í mánuði í Gerðubergssafni.
Tengd verkefni
Íslenska