Café Lingua Borgarbókasafns

Café Lingua er ætlað öllum þeim sem hafa áhuga á tungumálum, samskiptum og fjölbreyttri menningu. Í Café Lingua gefst tækifæri til að spjalla á móðurmálinu eða öðru tungumáli og er lögð áhersla á að kynna og varpa ljósi á mismunandi menningarheima á lifandi hátt s.s. með fyrirlestrum, umræðum, tónlist, kvikmyndum og öðru.

Café Lingua er haldið fjórum sinnum í mánuði, fyrstu þrjá mánudagana í aðalsafni og síðasta laugardag í mánuði í Gerðubergssafni.

Undirbúningur fyrir vorönn 2014 er hafinn og er það einstaklingum, félögum og stofnunum velkomið að standa fyrir uppákomum í samstarfi við Borgarbókasafn.

Myndirnar hér fyrir neðan eru frá Café Lingua mánudaginn 21.10 2013 þar sem yfir 100 manns mættu í aðalsafn til að njóta heimsmenningu Íslands sem á þessum degi snerist um tælenska menningu og tungu. Kynningin fór fram á íslensku og tælensku.

Sjá nánar um Café Lingua hér eða skráið ykkur í facebook-hópinn

This entry was posted in Bókasafn, Fjölmenning, Innflytjendur, Íslenska, mannréttindi, Móðurmálið, Skapandi starf. Bookmark the permalink.