Kristín R. Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar á Borgarbókasafni Reykjavíkur og tungumálakennari, heldur fyrirlestur á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur fimmtudaginn 7. nóvember nk. kl. 16 í stofu 101 í Odda.
Kristín mun í fyrirlestri sínum sem ber yfirskriftina „Café Lingua og Menningarmót í tungumálakennslu“ fjalla um leiðir til að virkja fjöltyngda nemendur í tungumálanámi og skapa þannig aðstæður til að kenna tungumál og menningu á lifandi hátt.
- Sjá nánar um Café Lingua á vefsíðu Borgarbókasafns Reykjavíkur.
- Sjá nánar um Menningarmót á vefsíðu Borgarbókasafns Reykjavíkur.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill og eru tungumálakennarar og aðrir áhugasamir um fjöltyngi og kennslu og miðlun tungumála og menningar sérstaklega hvattir til að mæta.