Evrópumerkið / European Language Label árið 2013

Tungumálakennarar athugið!

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og menntamálaráðuneytið veita Evrópumerkið sem viðurkenningu fyrir nýbreytni í tungumálanámi og tungumálakennslu. Evrópumerkið er veitt annað hvert ár og er ráðgert að viðurkenning verði veitt á Uppskeruhátíð Evrópuáætlana í nóvember 2013.  

Umsóknarfrestur um Evrópumerkið er til 15. ágúst nk. Umsóknum er skilað rafrænt til Rannís á slóðinni: www.lme.is/page/umsokn_evropum_2013

Eftirfarandi þemu verða sett í forgang árið 2013

  1. Tækninýjungar í tungumálakennslu og tungumálanámi
  2. Fjöltyngi í skólastofunni

Sjá nánari lýsingu á forgangsatriðunum á heimasíðu Evrópumerkisins: http://ec.europa.eu/languages/documents/prior12_en.pdf

Forgangssviðin eru ekki bindandi

Nánari upplýsingar um Evrópumerkið ásamt yfirliti yfir íslensk verkefni sem hafa áður hlotið viðurkenningu má finna á meðfylgjandi slóð: http://www.lme.is/page/EuropeanLabel

Nánari upplýsingar gefur Sigrún Ólafsdóttir, Rannís, sími 515 5842, sigrun.olafsdottir@rannis.is



Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.