Þann 20. febrúar 2013 var samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, Barnasáttmálinn, lögfestur á Alþingi Íslendinga. Í tilefni af lögfestingunni verður efnt til tveggja morgunverðarfunda þar sem fjallað verður um hvernig hægt sé að tryggja rétt allra barna á Íslandi óháð uppruna. Fundirnir verða haldnir á Grand Hótel 19. september og 20. nóvember frá 8.15- 10:30.
Að morgunverðarfundunum standa Teymi um málefni innflytjenda, Umboðsmaður barna, Barnaheill – Save the Children á Íslandi, UNICEF á Íslandi, Námsgagnastofnun, Reykjavíkurborg, Samtökin Móðurmál og Samtök kvenna af erlendum uppruna.