Um Jafnréttistorg

Jafnréttimál þykja oft leiðinlegt, erfið, að þau séu stöðnuð og að í þeim felist endalaus togstreita og ásakanir. Það er alveg rétt að stundum er þátttaka í jafnréttisstarfi eins og að ganga um á hugmyndafræðilegu jarðsprengjusvæði. Er miklu oftar er það gefandi, hressandi, kætandi og mannbætandi. Það að vinna að jafnréttismálum krefst þess nefnilega að við hugsum út fyrir boxið, stígum út fyrir þægindarammann okkar og setjum spurningamerki við það sem okkur hefur verið leynt og ljóst kennt frá fæðingu að sé eðlilegt og náttúrulegt.

Jafnréttistorgi er ætlað að vera starfsfólki í skóla- og frístundastarfi innblástur til að huga að jafnréttismálum í starfi sínu.

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.