FLÍSS – Félag um leiklist í skólastarfi í samvinnu við STÍL -Samtök tungumálakennara á Íslandi.
Markhópur: kennarar í erlendum tungumálum og kennarar í leiklist og leikrænni tjáningu á öllum skólastigum.
Kennari er Stéphane Soulaine frá Frakklandi, yfirmaður deildar tungumála, menningar og lista við Menntunafræðideild ISFEC – Institut Supérieur de Formation de L‘Enseignement Catholique í Rennes á Bretagne skaga. Stéphane hefur nýlokið doktorsnámi þar sem hann vann með tengsl hreyfinga og leikrænnar tjáningar við tungumálanám.
- Staður: Háteigsskóli í Reykjavík.
- Dagar: 20.-21. september 2014.
- Tími: kl. 9:30-16:00 báða dagana með hádegishléi.
- Skráning: fliss@fliss.is Við skráningu þarf að koma fram eftirfarandi: Nafn, heimili, sími, netfang, skóli og hvaða grein viðkomandi kennir.
- Þáttökugjald: 18.000 kr. Þeir sem skrá sig á námskeiðið fyrir lok júlí greiða 14.000.
- Staðfestingargjald: kr. 5000 og greiðist við skráningu.
- Bankaupplýsingar: Reikningur FLÍSS í Íslandsbanka: 515-26-620506. Kennitala FLÍSS er: 650506-1250
- Hressing í kaffihléum innifalin í verði
- Kennsla fer fram á ensku.
- Samstarfsaðili: STÍL – Samtök tungumálakennara á Íslandi.
Markmið námskeiðsins eru þríþætt:
- Kynna og vinna með hvernig aðferðir ættaðar frá dansi, leiklist og kennslu erlendra tungumála geta eflt tilfinningu nemenda fyrir tungumálinu og gert þá öruggari í að tjá sig í gegnum erlent tungumál.
- Kenna raddæfingar og líkamsæfingar sem efla tilfinningu fyrir orku líkamans, mismunandi spennu, þungaflutningi og hrynjandi.
- Kenna margskonar aðferðir við samþættingu tungumála og leikrænnar tjáningar í í kennslustofunni.
Inn á milli á námskeiðinu verður gefinn tími fyrir umræður slökun og almennt spjall.
Minnt er á að í Aðalnámskrá er leikræn tjáning ein þeirra kennsluaðferða sem talin er falla vel að kennslu í tungumálanámi.