Mikilvægur stuðningur

Eins og fram kemur í frétt á vef Reykjavíkurborgar afgreiddi skóla- og frístundaráð almenna styrki og þróunarstyrki til skóla- og frístundastarfs í byrjun febrúar.
Verkefnið Okkar mál fékk hæsta þróunarstyrkinn sem mun styðja við áframhaldandi og aukið samstarf um menningu, málþroska og læsi í Fellahverfi.

Hluti af Okkar máls fólki við afhendingu styrkja skóla- og frístundaráðs