Fjölbreytt starfsemi á vormisseri

Síðustu vikur og mánuði hefur margvíslegum viðfangsefnum verið sinnt í Okkar máls verkefninu. Nefna má gagnkvæmar heimsóknir á milli skóla, spjaldtölvu- og málörvunarverkefni, fundi stýrihóps, vinnu samráðshóps og verkefnastjóra að samstarfsáætlun, aðkomu fræðimanna að skólastarfinu, styrkjavinnu og mótun framtíðarskrefa.

Auk þessa hafa fjölmörg verkefni sem beint eða óbeint tengjast Okkar máls verkefninu verið unnin í hverfinu. Allt eru þetta verkefni sem skila sér á einn eða annan háttt inn á gólf til kennara og nemenda og heim til fjölskyldna barna í hverfinu.

Myndir sem sýna skemmtileg gerjun í Okkar máls verkefninu