Nemendur 5. bekkjar Fellaskóla tóku með sér bækur þegar þeir heimsóttu leikskóla hverfisins í lok október. Tilgangur heimsóknarinnar var að þeir læsu á sínu móðurmáli fyrir leikskólabörnin. Eftir lesturinn léku nemendur við leikskólabörn og aðstoðuðu þau í útiföt.
Samverustundin tókst vonum framar og ljóst er að fleiri slíkar munu fylgja í kjölfarið.