Vorskólinn 27. – 29. maí

Útskriftarnemendur leikskólanna heimsóttu Fellaskóla dagana 27.-29. maí. Eldri nemendur tóku vel á móti tilvonandi grunnskólanemendum. 1. bekkingar buðu upp á skemmtun í sal og útivera var í fylgd 2. bekkinga fyrsta daginn. Nemendur úr 5. bekk, tilvonandi vinabekkjum 2009 árgangs voru í lykilhlutverki og sáu um  sögustundir og útiveru.

Foreldrar mættu á kynningu síðasta daginn á starfsemi skólans. Þar var frumsýnt myndband með útskýringum á dæmigerðum skóladegi í Fellaskóla.

Dagskrá vorskólans