Talmeinafræðingar á Holti og Ösp í vetur

Í morgun fór af stað samstarf Okkar máls leikskólanna, Bryndísar Guðmundsdóttur talmeinafræðings og Tröppu. Talmeinafræðingar verða með sérfræðiráðgjöf í báðum leikskólum í vetur og verður sérstaklega litið til snemmtækrar íhlutunar í leikskólastarfi og hvernig mögulegt sé að styðja betur við málþroska barnanna í leikskólastarfi.

Sérfræðingarnir verða á gólfinu með starfsfólki og það verður spennandi að fylgjast meðí vetur.

Hluti samstarfsverkefnisins felst í því að þau börn sem eiga rétt á þjónustu talmeinafræðinga skv. viðmiðum SÍ verður boðið upp á talþjálfun á leikskólatíma barnsins.

IMGP0766 IMGP0769