Dagur íslenskrar tungu í Fellaskóla

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í Fellaskóla. Leikskólabörn af Holti og Ösp komu í heimsókn og hlýddu á kór eldri borgara, Gerðubergskórinn, syngja lög fyrir fullum sal. En allir nemendur Fellaskóla tóku þátt í hátíðarhöldunum. Nemendur úr tónskóla Sigursveins sóttu skólann heim og fluttu frábært tónlistaratriði.