Börnin á Holti og Ösp hafa nóg að gera þessa dagana. Leiklistarverkefnið er í fullum gangi og þær Ása Helga Ragnarsdóttir og Steinunn Ólafsdóttir hafa verið að keyra leiklistartíma samhliða þjálfun starfsfólks síðustu vikur.
Hér má sjá örfáar myndir úr starfinu. Á efstu myndinni sjást leikmunir sem börnin hafa sjálf búið til. Þau eru í hlutverki spæjara í leiklistartímunum og þá er nauðsynlegt að hafa stækkunargler til þess að skoða vísbendingar alveg ofan í kjölinn.
Á næstu mynd sést hverning börnunum gengur að ríma saman rapptexta um það sem gleður þau og gerir hamingjusöm.
Á síðustu myndinni sést Lása lögregluforingja bregða fyrir í fylgd með hersingu frábærra spæjara.