Fyrir hádegi hlýddu starfsmenn leikskóla Fellahverfis á fyrirlestra um fjölmenningarhæfni frá Guðrúnu Pétursdóttur og fyrirlestur um fordóma frá Emblu og Guðrúnu.
Eftir hádegi bættust kennarar Fellaskóla við og hlýddu ávarp frá Ragnari Þorsteinssyni. Þar lýsti hann yfir eindregnum stuðningi við verkefnið og hversu mikilvægt væri að halda áfram þegar árangur af samstarfinu væri farinn að koma í ljós. Dr. Gunnar E. Finnbogason fjallaði um menningu og félagsauð og síðan tóku við smiðjur í smærri hópum. Mikil ánægja var með erindin.