Yngsta stig (3-7 ára)

Öll höfum við gott af ævintýralegri aðkomu að verkefnum. Við vitum þó af reynslunni að yngstu börnin kveikja sérstaklega vel á töfrum og fljúgandi teppum. Hugmyndirnar hér að neðan hafa reynst vel meðal leikskólabarna og yngstu grunnskólanemendanna. Munum að örva ímyndaraflið eins lengi og hægt er.

Menningarmótsferlið er byggt upp sem þrískipt námsferli í anda könnunaraðferðarinnar og sprettur úr hugmyndum gagnrýninna fjölmenningarfræða. Sjá nánar um verkefnið.

Fyrst er haldin kynning með þátttöku nemendanna. Að því loknu er unnið með menningu og miðlunarleiðir í skólanum og að síðustu er Menningarmótið haldið, þar sem foreldrum og öðrum nemendum er boðið  að fá innsýn í fjölbreytta menningarheima og áhugamál þátttakenda. Menningarmótið sjálft er sett þannig upp að hver og einn  hefur sitt svæði eða borð þar sem gefst tækifæri til að sýna og segja frá  áhugamálum og öðru því sem þátttakandinn velur sjálfur og skiptir hann máli.

Meginmarkmiðið er að allir fái að njóta sín um leið og sköpuð er samstaða í hópnum. Það gerist í gagnvirka ferlinu við að varpa ljósi á styrkleika einstaklingsins – sem skilar sér  til baka á þann hátt að hópurinn eflist. Mikilvægt er að gefa öllum þátttakendum rödd og tækifæri til að sýna öðrum á hvaða hátt hver og einn vill láta sjá sig og sín áhugamál. Á þennan hátt er verið að efla jákvæða birtingarmynd sjálfsmyndar hvers og eins. Þrátt fyrir að leiðbeiningarnar við að framkvæma menningarmótin séu sniðnar að ákveðnum aldurshópum eins og bent er á hér fyrir neðan er það  lykilstarfsmanna og kennara að  meta hverju sinni, út frá þroska og forsendum þátttakenda, hvaða leiðir eigi við í hverju tilviki fyrir sig.

Eftirfarandi þarf þó að hafa í huga í hvert sinn sem unnið er með verkefnið Menningarmót: Undirbúningur og skipulag

 

Menningarmótsferlið á yngsta stigi

1. Kynning fyrir börnin

2. Menning og miðlunarleiðir

3. Menningarmótið

Dæmi um Menningarmót í leikskóla.

Dæmi um Menningarmót á yngsta stig grunnskólans.