Fjölbreytt móðurmál

„Íslenskan er eins og við öll vitum, móðurmálið okkar og það ber okkur að varðveita hverja stund. En við eigum líka að bera virðingu fyrir öllum erlendum tungumálum og skilja að þau eru jafn dýrmæt og íslenskan er okkur.“

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og velgjörðarsendiherra tungumála hjá UNESCO.

 

Menningarmótsaðferðin hentar mjög vel sem leið til að virkja og stuðla að hagnýtri notkun á móðurmáli þátttakenda og til að skapa vettvang fyrir lifandi miðlun og tjáningu í fjölbreyttum móðurmálshópum.

Það leynist fjársjóður og mikið ríkidæmi í þekkingu á öllum þeim tungumálum sem ratað hafa inn í skólakerfið með nemendum sem tala þau.

Þegar unnið er með mörg ólík móðurmál er nauðsynlegt að skapa jákvætt viðhorf til þeirra allra, bæði stórra og vel þekktra tungumála en ekki síður gagnvart þeim sem eru lítt þekkt. Með því að virkja  þann fjársjóð sem felst í tungumálaforða fjöltyngdra nemenda er hægt að styrkja sjálfsmynd  þeirra og á sama tíma stuðla að áhuga, forvitni og aukinni tungumálakunnáttu meðal annarra nemenda. Þannig er hægt að auka vitneskju og þekkingu um það hvað orð, setningar og tungumál eiga sameiginlegt og hvað skilur þau að.

Víða í leik-, grunn- og framhaldsskólum hefur gefist vel að nýta Menningarmótið til að varpa ljósi á tungumálakunnáttu  íslenskra barna sem hafa búið erlendis og annarra sem búa yfir fjölbreytta tungumálaþekkingu. Þegar skólar vinna markvist að því að hafa tungumál og fjölbreytta menningu sýnilega í skólastarfinu, er skapað tækifæri fyrir alla nemendur og starfsfólk til að auka fjölmenningarlega færni sín. Það eykur sjálfstraust fjöltyngdra nemenda þegar stuðlað er að jákvæðri sýn á hæfileikann til að nota og tjá sig á ólíkum tungumálum.

Fjöltyngi er bæði fræðilegur og félagslegur ávinningur fyrir nútímasamfélag.

”Lifandi tungumál” – börn og ungmenni sem tungumálamiðlarar, er skemmtileg leið til að sameina önnur móðurmál en íslensku og kennslu í erlendum tungumálum