Menningarmótið

Í Sólborg voru það elstu árgangarnir tveir sem höfðu mikinn ávinning af verkefninu. Þau undirbjuggu sig vel fyrir mótið, útbjuggu sín eigin töfrateppi og settu hlutina sína á það til sýningar. Fjölbreytnin var mikil og ánægjulegt að sjá hve börnin voru virk og gerður það verkefnið að sínu eigin. Áhrifin af verkefninu gætir ennþá í leik þeirra og þau raula sönginn „Hæ góðan dag…“ Yngstu börnin höfðu einnig mjög gaman af verkefninu því að fara undir teppið í dansinum og að skoða sig um í salnum þar sem Menningarmótið fór fram. Foreldrar voru áhugasamir og margir komu á mótið.“ 

Jónína Konráðsdóttir, leikskólastjóri og Ragnheiður Þóra Kolbeins, aðstoðarleikskólastjóri

Börn,foreldrar og starfsfólk voru ánægð og skemmtu sér vel saman þennan dag. Það var ekki síður mikilvægt fyrir starfsfólk að vinna að þessu verkefni, einn íslenskur starfsmaður kom með upphlut til að sýna, annar með hluti sem tengjast áhugamáli sínu sem er hestamennska, einn pólskur starfsmaður kom með allskonar pólskt góðgæti ásamt pólskum peningum og hlutum, einn japanskur starfmaður kom með „yukata“ sem er japanskur sumarbúningur og sushi áhöld, og starfsmaður frá albaníu kom með bækur og fleira frá sínu heimalandi.“

Starfsfólk Fellaborgar

MatrúskurMenningarmótið var haldið á föstudegi frá 8:20-10:00 og var opnað með sýningu á sal. Fyrst var hringdansinn og kynning frá Kristínu síðan tók einn nemandi við og bauð gesti velkomna og var jafnfram kynnir.  Allir þrír bekkirnir sungu saman í keðjusöng lagið „Sá ég Spóa“. Síðan var hver bekkur með eitt atriði. Einn nemandi kom með heimagert myndband frá heimalandi móður sinnar Angola og var það sýnt. Síðan fóru nemendur, kennarar og foreldrar inn í heimastofur þar sem þau kynntu sig og sína menningu. Nemendur og foreldrar fóru á milli allra bekkja. Að okkar mati tókst þetta menningarmót vel í alla staði.  Það var bæði lifandi, skemmtilegt og fjölbreytt sem dæmi má nefna að nemendur komu með mjög áhugaverða hluti sem og saltfiskrétt til að smakka, þjóðbúninga, fána, minjagripi, myndir og fleira”. 

Kristín, Stella og Þórdís, kennarar í 2. bekk í Fellaskóla

Fleiri umsagnir og lýsingar starfsfólks.