Tungumálakennsla

Tungumál á tungumálum

 

Móðurmál okkar hvers og eins er í senn rætur okkar og vængir. Í móðurmálinu felast rætur sjálfsmyndarinnar, en erlend tungumál sem við lærum gefa okkur víðari sýn og skapa færni til að eiga samskipti við önnur menningarsvæði en okkar eigin. Þegar við lærum önnur tungumál en okkar eigin getum við einnig eignast rætur í þeim. Vængjahafið vex og að sama skapi skilningur á margbreytileika veraldarinnar.

 

Verkefnið Menningarmót hentar sem aðferð við tungumálakennslu, hvort sem verið er að kenna móðurmál, erlend tungumál eða íslensku sem annað mál. Verkefnið, sem er mjög hagnýtt, stuðlar að því að börnin/nemendurnir þurfa að nota tungumálið til að tjá sig og miðla upplýsingum. Ein besta leiðin til að tileinka sér nýtt tungumál, eða viðhalda kunnáttu sem þegar er fyrir hendi, er að nota viðkomandi tungumál sem mest í munnlegum samskiptum. Þá er byggt  á reynslu og þekkingu viðkomandi sem auðveldar honum þannig að læra í beinu samtali.

Þegar börnum/nemendum gefst tækifæri til að segja frá menningu sinni og áhugamálum á tungumáli sem þau eru að læra, upplifa þau raunverulegan tilgang með náminu. Menningarmót er þannig vettvangur  fyrir tjáskipti þar sem þátttakendur velja sér “hjálpargögn” svo sem persónulega muni, ljósmyndir, eða annað sem tiltekið er varðandi  framkvæmd verkefnisins. Þannig er undirstrikað á sjónrænan hátt það sem nemendur vilja sýna og segja frá.

Á síðunum Fjölbreytt móðurmálÍslenska sem annað mál og Erlend tungumál má finna myndbönd frá Menningarmótum í tungumálakennslu. Með því að skoða bakgrunn og framkvæmd  verkefnisins ættu að gefast góðar aðferðir sem unnt er að færa yfir í tungumálakennslu á öllum stigum.

 ”Lifandi tungumál” – börn og ungmenni sem tungumálamiðlarar, er skemmtileg leið til að sameina önnur móðurmál en íslensku og kennslu í erlendum tungumálum.

Hér má sjá dæmi um vandaða vinnu í tengsl við að kortleggja “landslag tungumála” nemendanna. Smellið á myndina til að fræðast nánar um verkefnið “Language landscapes”.

http://maledive.ecml.at/Home/Examples/tabid/3636/language/en-GB/Default.aspx