Menningarmót í 9. bekk
“Tvo morgna í lok janúar héldu 9. bekkirnir menningarmót í samfélagsfræðitímum. Nemendur höfðu undirbúið sig vel og komu með hluti af heiman sem tengjast þeirra persónulegu menningu. Var foreldrum boðið til að sjá og upplifa þetta með okkurMenningarmótið var að flestra mati skemmtilegur dagur í skólanum. Komust nemendur, kennarar og foreldrar að ýmsu um krakkana í bekknum sem þau vissu ekki áður og þannig leiddi þetta til þess að við þekkjum hvort annað ögn betur eftir en áður“.
Harpa Rut Hilmarsdóttir, kennari í Austurbæjarskóla
Menningarmót í framhaldsskóla
“Byrjað var á því að raða upp borðum þannig að þau mynduðu U-laga form í stofunni. Tilgangurinn var að reyna að skapa markaðsstemningu þar sem fólk gæti gengið á milli og skoðað það sem aðrir höfðu að sýna. Nemendur fengu síðan smátíma til að setja upp það sem þeir höfðu undirbúið. Áberandi var hversu öruggari nemendur virtust vera í þessum aðstæðum en þeir höfðu verið viku áður þegar verkefnið var fyrst kynnt fyrir þeim. Nemendum í 7. bekk úr einum grunnskóla borgarinnar var boðið að taka þátt í menningarmótinu. Þeir nemendur höfðu áður haldið sitt menningarmót og þekktu því vel til hvers var ætlast af þeim. Kristín bauð alla velkomna og byrjaði á því að leyfa þeim sem voru með atriði fyrir alla að sýna það sem þeir höfðu. Síðan var hópnum skipt í tvennt þar sem fyrri hópurinn settist við sín borð og seinni hópurinn gekk á milli og skoðaði. Hér er hugmyndin að allir séu þátttakendur og allir áhorfendur. Flestir nemendur framhaldsskólans lögðu áherslu á sína þjóðmenningu, með mismunandi áherslum þó. Sumir ákváðu að sýna föt, sumir minjagripi, teppi, peninga og jafnvel mat. Einn nemandi hafði þó ekki áhuga á að kynna 70 þjóðmenningu sína, heldur sýndi myndbandsupptöku af danshópi sem hann er meðlimur í. Athygli vakti að þetta var nemandinn sem var hvað neikvæðastur með verkefnið í vikunni á undan en var nú mun sáttari og stoltur. Annar sem hafði haft orð á því í vikunni á undan að hann hefði ekki áhuga á að kynna landið sitt kom með uppáhaldsbækurnar sínar og minjagripi frá landi sem ekki var hans föðurland heldur land sem var honum kært. Rannsakandi átti gott spjall við þann nemanda enda áttu þeir báðir sömu uppáhaldsbók. Samtalið fór alfarið fram á íslensku en vikuna á undan hafði sá nemandi ekki sama öryggi í því að tala íslensku eins og hann hafði þarna. Rímar þetta við það sem einn viðmælandi, sem er kennari, sagði um verkefnið: „Sá sem er að kynna sitt veit alltaf meira um það heldur en einhver annar og það gerir hann sterkan“ (3)”
Hildur Hrönn Oddsdóttir, “Þar sem margbreytileikinn lifir”, stofnanafrumkvöðlakraftar í fjölmenningu. MS ritgerð, Stjórnun og stefnumótun, bls 69.