Menning og miðlunarleiðir

Það er gaman að velta merkingu orðsins „menning“ fyrir sér. Að mati margra þátttakenda í verkefninu er „menning“ þar sem eru menn. Hún er semsagt órjúfanlegur hluti manneskjunnar. Þá er einnig fróðlegt að skoða orðið á öðrum tungumálum, t.d. þeim tungumálum sem eiga rætur sínar í latínu. Orðið cultivare er latína og þýðir að rækta. Það getur verið uppspretta að samtali um það sem tungumálin eiga sameiginlegtað benda þátttakendum á það í hversu mörgum tungumálum maður notar „cultura“ og „kultura“ eða eitthvað sambærilegt. Svo má segja að menning sé mannrækt. Hér má sjá margar útgáfur af orðinu „menning“:

miðstig

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Menning barnanna

Það hefur reynst vel í  undirbúningsferlinu að ræða við börnin um menningu sem:

-eitthvað sem tengist því sem manni finnst gaman að gera og heldur uppá (persónuleg menning)

-eitthvað sem snertir fjölskyldulífið (heimamenning)

-eitthvað sem maður á sameiginlegt með vinum sínum, eins og áhugamál, muni, bækur, tónlist, íþróttir (vinamenning)

-eitthvað sem sameinar og einkennir hópinn (hópmenning)

-eitthvað sem er sérstakt við hverfið sem maður á heima í (hverfamenning)

-eitthvað sem  er lýsandi fyrir borgina eða sveitina sem maður býr í (borgarmenning og sveitamenning)

-eitthvað sem á sérstaklega við landið sem maður á heima í eða fæddist í (þjóðmenning/heimsmenning)

-eitthvað sem tengist mannlífi um allan heiminn (lýðræði, heimspeki, sögu, samfélagsmál og annað).

-eitthvað sem tengist náttúrunni, umhverfismál og hnöttinum.

 

Miðlunarleiðir