Íslenska sem annað mál

Menningarmótsaðferðin hentar mjög vel sem leið til að stuðla að hagnýtri notkun íslensku sem annars máls og skapa vettvang fyrir lifandi miðlun og tjáningu í kennslu eða á vinnustað með fjölbreyttum tungumálahópum.

Þá er bæði hægt að vera með Menningarmót innan hópsins þar sem tungumálið er þjálfað í öruggu umhverfi  en einnig er hægt að  setja upp Menningarmót  í samstarfi við hópa með aðilum sem tala reiprennandi íslensku. Með því að vinna verkefnið á þennan hátt,  þ.e. blanda saman hópum, er stuðlað að raunverulegri notkun tungumálsins ásamt fjölmenningarfærni. Dæmi um slík mót hafa verið framkvæmd í lífsleikni ásamt íslensku sem öðru máli í framhaldsskólum og einnig þannig að braut íslensku sem annars máls og grunnskólanemendur hafa mælt sér (Menningar)mót með íslensku sem miðlunarmál.

Dæmi um samstarfsaðila:

Leikskólar/grunnskólar

Grunnskólar/framhaldsskólar/tungumálaskólar

Starfsmannahópar/tungumálaskólar

Foreldrar/Starfsfólk skóla

”Lifandi tungumál – börn og ungmenni sem tungumálamiðlarar” er skemmtileg leið til að sameina önnur móðurmál en íslensku og kennslu í erlendum tungumálum.