Evrópski tungumáladagurinn

evr-tungum-100

STÍL og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum efna til málþings í tilefni af Evrópska tungumáladeginum föstudaginn 26. september.

Málþingið verður haldið í stofu 101 í Lögbergi (H.Í.) kl. 15:00 – 17;30 og á eftir verður boðið upp á léttar veitingar.

Dagskráin verður auglýst síðar en meðal þátttakenda verða Atli Freyr Steinþórsson, dagskrárgerðarmaður hjá RÚV og Brynhildur Guðjónsdóttir, leikkona.

Þeim tungumálakennurum sem vilja halda daginn hátíðlegan í sínum skólum er bent á að í Tungumálamiðstöð HÍ í Nýja Garði má nálgast kynningarefni frá ECML í Graz, svo sem lyklakippur, veggspjöld og límmiða sem upplagt er að dreifa meðal nemenda.

Vinsamlegast hafið samband við Eyjólf Má Sigurðsson: ems@hi.is. vegna þessa.

Á heimasíðu ECML er að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar tengdar þessum degi.

Hér er slóð þar er hægt að hlýða á erindi sem flutt voru á Evrópska tungumáladeginum 2013: http://vigdis.hi.is/node/981/ 

 

 

 

Borgarbókasafnið býður  í dagskrá um portúgölsku án landamæra og tungumálateiti, laugardaginn 27. í Gerðubergi kl. 14:00 – 16:00.

Dagskráin hefst kl. 14:00:  Portúgalska án landamæra og evrópsk tungumál í brennidepli. Portúgalska er töluð í 5 heimsálfum. Gestum gefst tækifæri til að fá innsýn í portúgalska tungu og bókmenntir.

Umsjón: Marina de Quintanilha e Mendonça í samvinnu við Félag portugölskumælandi á Íslandi og Samtökin Móðurmál.

Kl. 15.00-16 verður evrópskt „tungumálateiti“, þar sem hægt verður að spjalla við tungumálafulltrúa og æfa sig í hinum ýmsu tungumálum í tilefni af Evrópska tungumáladeginum.

Hlökkum til að sjá ykkur öll!

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.