Menning á Íslandi býr yfir mikilli fjölbreytni og á hverjum degi eru í skólanum börn sem eiga sér fjölmörg ólík móðurmál. Í þessum ríkulega tungumálaforða okkar felast verðmæti sem okkur ber bæði að hlúa að og virða.
Í tengslum við Alþjóðadag móðurmálsins er hvatt til umræðu í skólum um hvernig hægt er að koma til móts við nemendur sem tala annað móðurmál en íslensku.
Á vef alþjóðadags móðurmálsins hér á Tungumálatorginu má nálgast hugmyndir og stoðir sem gagnast í þessa umræðu og til frekari aðgerða.