Námsmat í tungumálakennslu getur verið margs konar. Gott er að hafa það fjölbreytt og meta alla færniþætti. T.d. dugar ekki að hafa einungis skrifleg próf og gleyma að meta munnlega þáttinn og skilninginn. Mat þarf að vera í samræmi við áhersluna sem lögð hefur verið í kennslunni.