Námsdagbók

Námsdagbók er einnig heppileg leið fyrir nemendur (og kennara) til að fylgjast með námsframvindunni. Þá heldur nemandi dagbók yfir það sem hann lærir í hverjum tíma og metur hvernig gengur. Hann punktar niður hvað gengur vel og hvað hann þarf að læra betur. Þannig verður ferlið skýrt og  frekari markmiðasetning verður auðveld. Í tungumálanámi er eðlilegt að nemandi skrifi í dagbókina á eigin tungumáli a.m.k. til að byrja með. Dagbókin er fyrst og fremst fyrir nemandann sjálfan og kennari fylgist með hvort hún sé notuð og hvort nemandinn finni að hún komi sér að gagni. Dagbókin hentar ekki endilega öllum nemendum. Ef nemandi á erfitt með að skrifa getur hann gert myndir, t.d. broskall/fýlukall o.s.frv. Til viðbótar (eða í staðinn fyrir dagbók)  er gagnlegt að kennari ljúki alltaf kennslunni með því að leyfa nemendum að tjá sig sig örstutt um það sem þeir lærðu í timanum, t.d. með því að nefna orð sem þeir lærðu eða hvað þeim fannst skemmtilegast eða erfiðast. Slík upprifjun hjálpar við að festa nýjan orðaforða í minni og gera nemendur meðvitaðri um ferlið sem á sér stað í náminu.