Evrópska tungumálamappan

Í evrópsku tungumálamöppunni hefur þróun tungumálanáms verið kortlögð og stigskipt og fólk getur mátað eigin kunnáttu við svokallaðan sjálfsmatsramma til að finna út hvar það er statt í  í öllum færniþáttum á bilinu A1-C2. Þar er einnig að finna sjálfsmatslista sem hægt er að styðjast við í kennslu. Matslistar af þessu tagi eru heppilegt tól til að meta kunnáttu nemenda því þeir eru lýsandi og gagnsæir og auðvelt að setja markmið um frekara nám í framhaldinu.