Sjálfsmatsrammar

Oft getur verið gott að styðjast við ramma í sjálfsmati. Einstaklingar meta sjálfir eigin kunnáttu og geta þá gert sér betur grein fyrir hvaða þætti þeir þurfa að þjálfa betur. Eftirfarandi eru nokkrar hugmyndir sem hægt er að styðjast við í sjálfsmati:

Sjálfsmatslistar fyrir stig 2-4 tengjast beint nýju og endurgerðu námsefni Íslenska fyrir alla eftir Sólborgu Jónsdóttur og Þorbjörgu Halldórsdóttur. Listarnir taka allir mið af námsþáttum námskrár Mennta- og menningarmálaráðuneytisins Íslenska fyrir útlendinga. Allar bækurnar eru aðgengilegar á netinu sem og aukaefni.

 Sjálfsmatslistar frá Þekkingarneti Þingeyinga sem unnir voru 2009 taka einnig allir mið af námsmarkmiðum námskrár Mennta- og menningarmálaráðuneytisins Íslenska fyrir útlendinga Hver setning er númeruð og hægt að styðjast við þýðingu á ensku og pólsku á námskeiðum 1-3. Matslistar fyrir stig 4 og 5 eru ekki þýddir. Númerin á matslistunum gegna þeim tilgangi að auðvelt er að bæta inn eða taka út setningar eftir þörfum. 

Sjálfsmat íslenska 1 Sjálfsmat íslenska 2 Sjálfsmat íslenska 3 Sjálfsmat íslenska 4