Skemman. Finna má B.A. og M.A. ritgerðir sem unnar hafa verið af háskólanemum á vefnum skemman.is. Hægt er að finna ritgerðir með því að slá inn leitarorð, t.d. íslenska sem annað mál eða fjölmenning.
Mirra. Miðstöð innflytjendarannsókna ReykjavíkurAkademíunni eða MIRRA hefur það hlutverk að rannsaka og halda utan um upplýsingar um innflytjendamál og alþjóðlega búferlaflutninga. Þar má finna þekkingarbanka ásamt ýmsum fróðleik um þessi mál. Á heimasíðu þeirra segir m.a: „Markmið MIRRA er að bjóða upp á hvetjandi og skapandi rannsóknarumhverfi sem stuðlar að sameiginlegum rannsóknum og flæði hugmynda milli ólíkra heimshluta“ .