Kennsluefni:Innflytjendafræðsla

Kennsluefni: Innflytjendafræðsla

Kvasir samtök fræðslu og símenntunarmiðstöðva fékk árið 2010 styrk til að vinna kennsluefni sem hentaði á samfélagsfræðslunámskeiðum fyrir innflytjendur á Íslandi.  Fyrirmynd að efninu var sótt til Noregs, Ressursperm for lærere. Norska efnið var þýtt og staðfært að hluta og íslensku efni bætt við að auki. Það er fyrst og fremst upplýsingaveita fyrir kennara/leiðbeinendur og túlka og gerir ráð fyrir að kennslan fari fyrst og fremst fram í gegnum umræður þar sem leiðbeinendur hvetji nemendur til að spyrja og ræða um samfélagsmál. Samfélagsfræðsla fyrir innflytjendur – Kennsluleiðbeiningar