Útskrift leikskóla í skóla

Börnin á leikskólanum Holti útskrifuðust í hátíðarsal Fellaskóla fimmtudaginn 23. maí 2013. Það sama gerðu börnin á leikskólanum Ösp föstudaginn 24. maí 2013.

Á útskriftarathöfninni bauð Kristín skólastjóri Fellaskóla starfsfólk leikskólanna, börnin og fjölskyldur þeirra velkomin í skólann. Nemendur Fellaskóla sungu nokkur lög og deildarstjóri yngsta stigs og kennarar verðandi fyrstubekkinga voru kynntir til sögunnar.

Leikskólabörnin sungu, léku leikrit og sáu myndasýningu frá leikskólatímanum sínum. Leikskólastjórarnir Halldóra og Nichole og deildarstjórar leikskólanna útskrifuðu þennan flotta hóp barna sem flest munu hefja nám í Fellaskóla næsta haust.

Á eftir útskriftarathöfninni var slegið til veislu sem foreldrar höfðu veg og vanda af.

.