Ása Helga Ragnarsdóttir leiðir leiklistakennslu á leikskólunum Holti og Ösp haustið 2017. Segja má að leiklistarkennslan sé í tveimur plönum. Annars vegar taka börnin þátt í leiklist í leikskólastarfi undir leiðsögn Ásu Helgu og hins vegar taka starfsmenn þátt í námi í leiklist í leikskólastarfi og njóta þar handleiðslu sérfræðingana í starfi með börnunum.
Langtímamarkmið þróunarverkefnisins er að þekking starfsmanna á notkun leiklistar í leikskólastarfi aukist og þeir verði færir um að nýta sér kennsluaðferðir leiklistar í leikskólastarfinu án handleiðslu.
Samhliða leiklistarverkefninu gerir Dr. Hafdís Guðjónsdóttir starfeindarannsókn á innleiðingu leiklistar í leikskólastarfi. Kennsluaðferðir leiklistar byggja á sköpun, tjáningu og leik, og eiga mikinn samhljóm með grunngildum leikskólastigsins.