Fyrstu bekkingum sem hefja nám við Fellaskóla næsta haust er boðið að koma og taka þátt í skólastarfinu. Í heimsókninni njóta tilvonandi nemendur leiðsagnar 5. bekkinga sem munu fylgja þeim inn í haustið sem vinabekkur einnig fá nemendur tækifæri til þess að upplifa skólann í fylgd núverandi fyrstu bekkinga.
Markmið heimsóknarinnar er að undirbúa nemendur fyrir skólagöngu og gefa þeim tækifæri til þess að kynnast skólanum, umhverfi, nemendum og starfsfólki.