Verið velkomin á námskeið um Menningarmót í leikskólum, þriðjudaginn 25. ágúst kl. 9-11.30, Borgartúni 12-14, Kerhólar, 7. hæð.
Verkefnið Menningarmót – fljúgandi teppi hefur verið innleitt í fjölmörgumleik -, grunn – og framhaldsskólum í Reykjavík á vegum Borgabókasafns Reykjavíkur frá árinu 2008. Menningarmót er þverfagleg aðferð í starfi með börnum og fullorðnum þar sem leitast er við að varpa ljósi á styrkleika og fjölbreytta menningarheima hvers og eins. Meðal markmiða er að þátttakendur geri sér ljóst að fjölbreytt menning, áhugasvið og ólík tungumál mynda mikilvægt menningarlegt litróf í samfélaginu öllu. Á námskeiðinu verður sagt frá hugmyndafræði verkefnisins ásamt aðferðum og rey
nslu á leikskólastiginu. Heimasíða verkefnisins www.menningarmot.is verður einnig kynnt og þátttakendur fá að kynnast menningarmóti af eigin raun.
Þátttakendur eru beiðnir um að taka með sér einhvern hlut sem er þeim mikilvægur (getur verið ljósmynd, bók, tónlist, ljóð eða annað).
Námskeiðið er haldið á vegum skóla – og frístundasviðs og Borgarbókasafns og tengist innleiðingu stefnu SFS um fjölmenningarlegt skóla- og frístundastarf, Heimurinn er hér.
Umsjón hefur: Kristín R. Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar á Borgabókasafni og hugmyndasmiður Menningarmótsverkefnisins.
Skráning fyrir 24. ágúst á netfangið anna.gardarsdottir@reykjavik.is