Fjölmennasta Menningarmótið fór fram á árinu sem var að líða

Árið 2016 var skemmtilegt Menningarmótsár í leik – og grunnskólum borgarinnar. Mótin fóru meðal annars fram í Menningarmótsskólunum Hólaborg, Árborg, Rofaborg, Laugasól, Ingunnarskóla, Fellaskóla og Ölduselsskóla. Háaleitisskóli, Hagaskóli, Langholtsskóli og Norðlingaskóli bættust einnig við í hóp þeirra sem hafa öðlast reynslu af verkefninu. Á Menningarmóti Norðlingaskóla sem haldið var í október s.l. tóku allir 600 nemendurnir þátt og er það metfjöldi þátttakenda síðan verkefnið hófst.

Fréttamenn frá Stöð 2 mættu á staðinn og birtist fréttin hér fyrir neðan þann 19. október 2016.

frettamadur
Frétt um Menningarmót á Stöð 2

 

Eins og sjá má í orðum og myndum á heimasíðu skólans var mikil ánægja með mótið og þátttaka foreldra sérlega góð:

“Menningarmót Norðlingaskóla heppnaðist einstaklega vel. Allir nemendur frá 6-16 ára settu upp sitt persónulega menningarsvæði. Þar kynntu nemendur áhugamál sín og ýmsa persónulega og áhugaverða hluti sem einkenna þá og þeirra menningu. Í stuttu máli má segja að sýningin hafi verið stórkostleg, það var ótrúlega margt spennandi og áhugavert að sjá hjá nemendum. Þá var mæting foreldra einstök og áttu nemendur, foreldrar og starfsmenn innhaldsríkan dag. “

Allir skólar eru velkomnir að hafa samband og fræðast nánar um verkefnið.

 

 

 

Fleiri myndir frá Menningarmótum 2016