Menningarmót og Heimsmarkmið Sameinuðuþjóðanna

Hugmyndafræði Menningarmótsins er í góðu samræmi við áherslur UNESCO um viðurkenningu á fjölbreyttri menningu og heimsmarkmið 4.7 en þar segir m.a:

“…menntun sem er ætlað að efla sjálfbæra þróun og sjálfbæran lífsstíl, með því að hlúa að friðsamlegri menningu, með mannréttindum, kynjajafnrétti, alheimsvitund, viðurkenndri menningarlegri fjölbreytni og framlagi menningar til sjálfbærrar þróunar.”

Einnig má segja að það að virkja fjöltyngi og fjölbreyttan bakgrunn nemenda veiti aðgengi að menntun, þátttöku i samskiptum og lýðræðislegu samfélagi. Þetta eru grundvallaatriði fyrir innleiðingu heimsmarkmiða yfir höfuð.

Sjá umfjöllun um Menningarmót hjá  Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.