Markmið Menningarmóta

Að varpa ljósi á styrkleika þátttakenda og fjölbreytta menningarheima þeirra.

Að skapa hvetjandi umhverfi, þar sem nemendur, foreldrar og starfsfólk hittast og kynnast menningu og áhugamálum hvers annars.

Að stuðla að gagnkvæmri virðingu og skilningi.

Að skapa vettvang þar sem þátttakendur geta undrast og hrifist af því, sem er líkt og ólíkt í menningu þeirra og áhugamálum.

Að allir mætist í tónlist, dansi, myndlist, bókmenntum, kvikmyndum, matargerð, ævintýrum og goðsögnum, frásagnarlist, leiklist, leik og hreyfingu.

Að nemendur veiti öðrum hlutdeild í því stolti og þeirri gleði sem fylgir því að miðla eigin menningu og áhugamálum á skapandi hátt.

Að einstaklingar verði meðvitaðir um gildi eigin menningar og upplifi um leið þau jákvæðu áhrif sem það hefur á sjálfsmyndina að veita öðrum innsýn inn í sinn heim.

Að þátttakendur geri sér ljóst að fjölbreytt menning, áhugasvið og ólík tungumál mynda mikilvægt menningarlegt litróf í samfélaginu.