Litli málfræðingurinn er handbók um íslenska málfræði, ætluð þeim sem læra íslensku sem annað/erlent mál. Hún var unnin fyrir styrk frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu í Mími -símenntun. Hún hefur verið notuð þar síðan árið 2008 og nýtist vel í efri stigum íslenskunámsins svo og á ritunarnámskeiðum. Nú er hún komin á Tungumálatorgið og frjálst fyrir alla að prenta og nota í kennslu. Þið finnið tengil á hana hér til hægri.
Fyrir hverja?
Þessi vefur er ætlaður íslenskukennurum um allt land sem kenna fullorðnum innflytjendum íslensku. Vefurinn er sameiginlegur vettvangur fyrir kennara til að fá upplýsingar um efni og aðferðir við kennslu. Kennarar eru hvattir til taka þátt í mótun vefsins. Senda póstSíður