Gagnleg námskeið

SÍSL verkefnið býður kennurum  upp á þjálfun í viðurkenndum aðferðum sem hafa verið mikið rannsakaðar í Bandaríkjunum og koma vel til móts við þarfir kennara sem starfa með fjölbreytta nemendahópa í skóla án aðgreiningar.

Í febrúar og mars er boðið upp á eftir farandi námskeið:

ÍSA-fréttir, Námskeið | Slökkt á athugasemdum við Gagnleg námskeið

Menningarmót í Borgarbókasafni í tilefni afmælis Barnasáttmálans

Hugmyndafræði menningarmótsins á góðan samhljóm með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og þá sérstaklega greinum 29 og 30.

Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Menningarmót í Borgarbókasafni í tilefni afmælis Barnasáttmálans

Café Lingua Borgarbókasafns

Café Lingua er ætlað öllum þeim sem hafa áhuga á tungumálum, samskiptum og fjölbreyttri menningu. Í Café Lingua gefst tækifæri til að spjalla á móðurmálinu eða öðru tungumáli og er lögð áhersla á að kynna og varpa ljósi á mismunandi menningarheima á lifandi hátt s.s. með fyrirlestrum, umræðum, tónlist, kvikmyndum og öðru.

Café Lingua er haldið fjórum sinnum í mánuði, fyrstu þrjá mánudagana í aðalsafni og síðasta laugardag í mánuði í Gerðubergssafni.

Undirbúningur fyrir vorönn 2014 er hafinn og er það einstaklingum, félögum og stofnunum velkomið að standa fyrir uppákomum í samstarfi við Borgarbókasafn.

Myndirnar hér fyrir neðan eru frá Café Lingua mánudaginn 21.10 2013 þar sem yfir 100 manns mættu í aðalsafn til að njóta heimsmenningu Íslands sem á þessum degi snerist um tælenska menningu og tungu. Kynningin fór fram á íslensku og tælensku.

Sjá nánar um Café Lingua hér eða skráið ykkur í facebook-hópinn

Bókasafn, Fjölmenning, Innflytjendur, Íslenska, mannréttindi, Móðurmálið, Skapandi starf | Slökkt á athugasemdum við Café Lingua Borgarbókasafns

Kötluvefurinn – opinn fyrir alla án endurgjalds

http://tungumalatorg.is/katla/
Námsgagnavefurinn Katla var stofnaður árið 2004. Hann er nú opinn öllum án endurgjalds á tungumalatorg.is.
Vefurinn inniheldur námsefni fyrir íslensk grunnskólabörn sem eiga annað móðurmál en íslensku (ísl2).
Leiðarljós höfunda frá upphafi hefur verið að útbúa námsefni sem:

1. Stuðlar að aukningu íslensks orðaforða
2. Getur verið unnið að mestu leyti án aðstoðar, inni í íslenskum bekkjum og heima
3. Hentar ísl2 börnum sem litla sem enga kunnáttu hafa í málinu
4. Nýtist ísl2 börnum í gegnum skólaárin sem viðbót við almennt nám
5. Gefur grunn í orðaforða og málfræði í leiðinni
6. Getur verið mótsvar við „top-down“ nálgun í gegnum bekkjarþátttöku með jafnöldrum sem eiga íslensku sem móðurmál (ísl1), og því „bottom-up“ aðferð þar sem orð og málfræði eru innleidd stig af stigi frá grunni. Þannig geta báðar nálganirnar stutt hvor aðra.
7. Inniheldur fjölbreytileg verkefni þar sem unnið er með orð á margvíslegan máta
8. Inniheldur þau orð sem mikilvægust eru hvert sinn, í fyrstu þau sem tilheyra daglegu lífi og síðar í auknu mæli orð sem tengjast ýmsum námsgreinum
9. Hvetur til aukins lestur og því er að finna bókalista sem börn geta fetað sig eftir og hverri bók fylgja spurningar og verkefni
10. Hvetur til fjölbreytilegra kennsluaðferða og því er að finna margvíslegar hugmyndir að innihaldsríkum kennslustundum sem tengjast námsefninu
Það er einlæg ósk okkar að nemendur og kennarar njóti góðs af vinnuframlagi okkar síðastliðin 9 ár.
Anna Guðrún Júlíusdóttir og Sigríður Ólafsdóttir
Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Kötluvefurinn – opinn fyrir alla án endurgjalds

Landaheiti og höfuðstaðaheiti

Á vef Íslenskrar málstöðvar má nálgast gagnlegan lista yfir heiti landa, þjóða og höfuðstaða. Þar kemur meðal annar fram að Litháar eru litháískir, Filippseyingar eru filippseyskir og Tsjetsjenar eru tsjetsjenskir.

Innflytjendur, Íslenska | Slökkt á athugasemdum við Landaheiti og höfuðstaðaheiti

Heimsins konur á Íslandi – framlag kvenna af erlendum uppruna

Tilnefnið konur af erlendum uppruna

Verkefnið Heimsins konur á Íslandi (vinnuheiti) miðar að því að gera framlag kvenna af erlendum uppruna til íslenskrar menningar og samfélags sýnilegt. Gefin verður út viðtalsbók um þátttöku kvenna af erlendum uppruna í íslensku samfélagi og samhliða útgáfu hennar verður sett upp ljósmyndasýning og vefur. Með framlagi til íslensks samfélags er átt við hvers konar jákvæð áhrif á umhverfi sitt, hvort sem er nánasta umhverfi (svo sem á vinnustað, í tilteknum hópi eða nærumhverfi), eða í stærra samhengi. 

Sjá nánar og tilnefnið hér 

Bókasafn, Fjölmenning, Innflytjendur, Innflytjendur, mannréttindi, Skapandi starf, Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Heimsins konur á Íslandi – framlag kvenna af erlendum uppruna

Morgunverðafundir um menntun innflytjenda

Fyrirhuguð er morgunverðarfundaröð um menntun innflytjenda í samstarfi mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Fjölmenningarseturs og Reykjavíkurborgar

 • 5. apríl 2013Sjá auglýsingu
  Öflug náms- og starfsfræðsla – brú milli grunn- og framhaldsskóla – Leiðir til að tryggja aðgengi innflytjenda að fjölbreyttu framhaldsskólanámi og vinna gegn brotthvarfi
 • 3. maí 2013
  Virkt tvítyngi – íslenskukennsla fyrir nemendur með íslensku sem annað mál og móðurmálskennsla nemenda af erlendum uppruna
 • 31. maí 2013
  Innflytjendur með takmarkaða formlega menntun
 • 13. júní 2013
  Samráðsvettvangur kennsluráðgjafa af öllum skólastigum
ÍSA-fréttir | Slökkt á athugasemdum við Morgunverðafundir um menntun innflytjenda

Alþjóðlegur Móðurmálsdagur 21.2 2013

Fimmtudaginn 21. febrúar kl. 17.30-18.30 verður Alþjóðlega móðurmálsdeginum fagnað í aðalsafni Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15, með fjölbreyttri dagskrá. Dagskráin er unnin í samstarfi við félagið Víðsýni.

 

 

 

Dagskrá:

 • Setning Alþjóðlega móðurmálsdagsins
 • Kynning á Víðsýni, nýju fjölmenningarlegu félagi, sem opnar bráðlega Vision Media, nýjan fréttavef á mörgum tungumálum
 • Fimm ár með fjölmenningu í Borgarbókasafni
 • Karaokesöngur á ýmsum tungumálum
 • Skemmtiatriði

Léttar veitingar í boði og allir hjartanlega velkomnir!

Sjá einnig Facebookviðburð

Bókasafn, Fjölmenning, Innflytjendur, Innflytjendur, ÍSA-fréttir, mannréttindi, Móðurmálið, Skapandi starf, Upplýsingaefni | Slökkt á athugasemdum við Alþjóðlegur Móðurmálsdagur 21.2 2013

Samfélag kennara á neti

Í Facebook-hópnum Kennarar nemenda með annað móðurmál en íslensku fer fram margvíslega og gagnleg umræða.

Samfélagið

ÍSA-fréttir | Slökkt á athugasemdum við Samfélag kennara á neti

Umfjöllun um móðurmál í Söguhring kvenna – allir velkomnir!

Sunnudaginn 4. nóvember kl. 14, verður mikilvægi móðurmáls til umfjöllunar í Söguhring kvenna, á 1. hæð í aðalsafni, Tryggvagötu 15.

Maria Sastre, kennari hjá Samtökunum Móðurmál, mun kynna starf samtakanna og fjalla um mikilvægi móðurmálskunnáttu og þá sérstaklega barna. Móðurmál eru ekki bara orð eða setningar. Móðurmál eru líka tilfinningar, tónar, tjáning, minningar, bernska og svo mætti áfram telja. Móðurmálið er einnig lykill að íslensku, en rannsóknir sýna að börn sem læra tungumál foreldra sinna eiga auðveldara með að læra nýtt tungumál.

Kaffiveitingar. Allir velkomnir!

Sjá nánar um Söguhring kvenna.

Bókasafn, Fjölmenning, Innflytjendur, Móðurmálið, Skapandi starf, Upplýsingaefni | Slökkt á athugasemdum við Umfjöllun um móðurmál í Söguhring kvenna – allir velkomnir!