Stöðumat

Þegar meta þarf nemanda áður en námskeið hefst er gott að gera stöðumat og nauðsynlegt er að hafa það bæði munnlegt og skriflegt. Hægt er að miða við námskrána við gerð slíks mats svo og sjálfsmatslista Tungumálamöppunnar.

Í lok námskeiðs er einnig mikilvægt að gera stöðumat á nemendahópnum. Ef lítill tími er til að láta alla nemendur taka munnlegt próf eina með kennara er hægt að gera stutt mat með öllum hópnum. Þá draga nemendur miða með spurningum og best er að láta nemendur spyrja næsta nemenda spruninganna (og láta þetta ganga í keðju). Þannig getur kennari heyrt hvernig nemendum gengur að lesa spurningarnar af blaðinu og hversu fljótt og vel þeir svara án þess að fá tíma til að undirbúa svarið. Byrjendur fá einfaldar spurningar á borð við Hvað heitir þú? Hvar áttu heima? Hvaða mál talar þú? Framhaldsnemendur geta fengið spurningar sem krefjast meiri talfærni og þurfa að svara með fleiri en einni setningu t.d. Hvað gerðir þú síðasta sumar? Viltu lýsa leiðinni í skólann? Spurningarnar þurfa að sjálfsögðu að tengjast efni námskeiðsins. (tengill í dæmi). Kennari punktar hjá sér mat á frammistöðu nemenda og getur verið með staðlað matsblað til að auðvelda vinnuna (dæmi).