Vefir

FjölvakiÍ námsefnisyfirliti á Fjölvakavefnum er vísað á fjölbreytt námsefni sem hentar til íslenskukennslu.  Efnið er flokkað eftir formi og þyngdarstigi.

Ein leið til að viðhalda eðlilegri námsframvindu og kunnáttu í móðurmáli er að styðjast við námsgögn á viðkomandi máli. Á Fjölvaka er birtur listi yfir erlenda útgefendur námsefnis í fjölmörgum löndum sem getur auðveldað leit að námsefni á móðurmáli nemenda.


Í bæklingi frá Námsgagnastofnun er bent á námsefni sem er gefið út hjá Námsgagnastofnun og reynsla kennara hefur sýnt að nýtist vel nemendum með annað móðurmál en íslensku.


Hér er svæði fyrir ábendingar um fleiri hentug námsgögn.