Hvenær er best að læra nýtt mál?

Goðsagnir
Nútíma rannsóknir benda til þess að mun sjaldgæfara sé en almennt er talið að nemendur sem læra annað mál snemma á ævinni nái auðveldlega, sjálfkrafa og óhjákvæmilega næstum janfgóðum árangri og innfæddir. Þeir sem byrja að læra málið snemma ná yfirleitt talmáli á við innfædda en ekki raunverulegri tungumálahæfni á við innfædda. Það er goðsögn að börn eigi auðveldara með að læra annað mál en eldra fólk. Börn sem læra íslensku sem annað mál ná ekki góðum tökum á málinu eingöngu með því að vera með íslenskum börnum, eða sitja í kennslustofu og hlusta á íslensku. Meira þarf til að ná raunverulegri færni í málinu.

Kostir sem fylgja því að læra annað mál snemma

  • Líklegir til að ná sambærilegum framburði og innfæddir.
  • Minni kröfur til að vera talinn fær í málinu.
  • Líklegri til að fá skiljanleg málgögn (ílag).

Kostir sem fylgja því að læra annað mál síðar

  • Eldri nemendur njóta góðs af læsi, orðaforða, málnotkun, setningarfræðilegum myndum og skema.
  • Skema er skipulega uppbyggð þekking þar sem upplýsingar eru í miklum innbyrðis merkingartengslum. Það auðveldar skilning og öflun nýrrar þekkingar, svo lengi sem nýjar upplýsingar eru í samræmi við þessa skipulegu  þekkingu skemans og því auðvelt að tengja hana sterklega við fyrri þekkingu. Kóðun upplýsingar í minni og endurheimt þeirra fer að miklu leyti eftir þeim hugarskemum sem til staðar eru.
Í ágúst 2011/AGJ

CC-LEYFI

Heimildir
Abrahamsson, N. Hyltenstam, K. (2009). Age of Onset and Nativelikeness in a Second Language: Listener Perception Versus Linguistic Scrutiny. Language Learning. 59, 2. 249–306.
August, D.,  Hakuta, K. (ritstj) (1997). Committee on Developing a Research Agenda on the Education of Limited English Proficient and Bilingual Students, National Research Council and Institute of Medicine. Improving Schooling for Language Minority Children: A Research Agenda. USA: National Academies Press.
Current Trends in Child Second Language Acquisition: A Generative Perspective (Language Acquisition and Language Disorders 2008). Belma H, Elena G. (ritstj.). Iowa: John Benjamins Publishing Company. 46 edition.
Guðmundur B. Arnkelsson. (2006). Orðgnótt. Orðalisti í almennri sálfræði. Fimmta útgáfa. Reykjavík: Háskólaútgáfan.