Nemendur

Nemendur af erlendum uppruna og nemendur sem eru nýfluttir til landsins eyða 85-100% af tíma sínum í almennum bekkjum, því þarf að hlúa að  ábyrgðarkennd í námi.

Flestir fræðimenn eru sammála um að ekki sé hægt að „kenna“ eða „læra“ ábyrgðakennd í námi, það er ekki ein einföld aðferð heldur langt þróunarferli sem kennarar þurfa að ýta undir og hlúa að. Nemendur þurfa að fá að velja og taka ábyrgð á eigin námi. Ef það gerist ekki verða nemendur með tímanum óvirkir og áhugalausir.

Í Aðalnámskrá grunnskóla stendur: Áhersla er lögð á að nemendur læri að bera ábyrgð á eigin námi og venji sig sem fyrst á gott vinnulag. Ábyrgðarkennd nemenda þroskast þegar þeim gefst kostur á að velja viðfangsefni og taka ákvarðanir um eigið nám þannig að það verði þeim merkingarbært. Það geta þeir gert innan þeirra marka sem aldur þeirra og þroski leyfir. Ætlast er til að nemendur í grunnskóla taki slíkar ákvarðanir, allt frá byrjun skólagöngu.

Í ágúst 2011/AGJ

CC-LEYFI

Heimildir
Aðalnámskrá grunnskóla. (2011). Reykjavík: Menntamálaráðuneytið.
Little , D. (2004). Democracy, discourse and learner autonomy in the foreign language classroom. Utbildning & Demokrati, 13:3, 105–126.
Little , D. (2009). Language learner autonomy and the European LanguagePortfolio: Two L2 English examples. Lang. Teach., 42:2, 222–233 Dublin: Cambridge University Press.