Kennarar þurfa að vera gagnrýnir

Í frumskógi misvísandi kenninga er margt bitastætt sem kennarar geta vinsað úr til að þróa betri kennsluhætti fyrir nemendur af erlendum uppruna. Til að bera kennsl á aðferðir eða kennslulíkön sem virka vel fyrir nemendur í ákveðinni kennslustofu verða kennarar að vera gagnrýnir.

Þrátt fyrir að rannsóknir gefi til kynna hvað virkar þá er ekki alltaf tekið fram hvað virkar fyrir hvern, hvenær og undir hvaða kringumstæðum.
Þegar kennarar velja að beita ákveðinni kennsluaðferð í stórum nemendahópi þarf að hafa í huga hvort hún sé í raun skilvirk fyrir alla nemendur eða aðeins fyrir afmarkaðan hóp nemenda. Kennari sem nær árangri er hæfasti aðilinn til að meta hvaða kennsluleið sé gagnlegust við tilteknar aðstæður.

Í ágúst 2011/AGJ

CC-LEYFI
Heimildir

Hernández, H. (2001). Multicultural Education. A Teachers’s Guide to Linking Context, Process, and Content. New Jersey: Merrill Prentice Hall.