Þekking kennara er mikilvæg

Grundvallaratriði er að kennarar hafi góðan skilning og þekkingu á máltökuferli og þróunarstigum annars máls. Þeir þurfa þjálfun í því að greina hvar nemandi er staddur í ferlinu til að kennslan sé skipulögð á faglegum nótum.

Kennarar þurfa að vera meðvitaðir um á hverju kennslan byggist en hún þarf að vera í samræmi við það sem vitað er um þróun annars máls. Nemendur þurfa oft meiri og annars konar kennslu og málörvun en börn sem hafa íslensku að móðurmáli.

Hins vegar er það augljóst vandamál hve lítið er vitað um máltöku barna- og unglinga í íslensku sem öðru máli. Því þarf að nýta þekkingargrunn á íslensku móðurmáli og þróun annars máls í öðrum tungumálum.

Í ágúst 2011/AGJ

CC-LEYFI
Heimildir

English as a Second Language. Guide to Implementation. Kindergarten to Grade 9. (2007). Edmonton: The Minister of Education. Alberta, Kanada.
Sótt af: http://education.alberta.ca/media/507659/eslkto9gi.pdf
Lightbown, P. M. Spada, N. (2006). How languages are learned. (Oxford Handbooks for Language Teachers). USA: Oxford University Press.
Roessingh, H. (2006). The Teacher is the Key. Building Trust in High School Programs. The Canadian Modern Language Review. 6:4 563-590.
Tillögur íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu samþykktar á Alþingi 12. mars 2009. Íslensk málstefna. Íslenska til alls. (2009). Reykjavík: Mennta- og menningarmálaráðuneyti.