Áhrif náms og örvunar á heilastarfsemina

Nám skipuleggur og endurskipuleggur heilann. Vitað er að við krefjandi athafnir, svo sem nám, fjölgar taugamótum (synapses) milli heilafrumanna. Taugamót eru tengistaðirnir þar sem ein taugafruma á samskipti við aðra. Heilinn virðist mynda ný taugamót til að virkja nýja hæfni. Þessar tengingar gera okkur einmitt kleift að hugsa og leysa flókin verkefni og því er áreiti mjög nauðsynlegt til að heilinn geti þroskast eðlilega. Því meiri örvun, því meiri vöxtur á taugamótum.

Í hnotskurn eykur fjölgun taugamóta milli taugafrumanna möguleikana á skýrri og skipulagðri hugsun ásamt góðu minni.

Taugafrumur eyðast á svæðum sem ekki fá endurtekna örvun
Ef tilekin svæði heilans eru ekki örvuð þá eyðast taugamótin. Þetta er ein ástæða þess hve mikilvægt er að nemendur sem læra annað mál viðhaldi því sem þeir hafa lært í móðurmálinu.

Í ágúst 2011/AGJ

CC-LEYFI

Heimildir
Ásta Bryndís Schram. (2007). Rannsókn á tengslum markvissrar tónlistarþjálfunar við framför í lestri og stærðfræði í 2. – 3. bekk grunnskóla. Meistaraprófsritgerð lögð fram til fullnaðar M.Ed.-gráðu í menntunarfræðum með áherslu á stjórnun. Akureyri: Háskólann á Akureyri.
Sótt af:  http://skemman.is/stream/get/1946/1308/3774/1/%C3%81sta_Schram_heild.pdf
Committee on Developments in the Science of Learning with additional material from the Committee on Learning Research and Educational Practice, National Research Council (2000). How People Learn: Brain, Mind, Experience, and School: Expanded Edition. Washington, D.C.: The National Academies Press. Sótt af: http://www.nap.edu/openbook.php?record_id=9853&page=R9
Sylwester, R. (2010). A Child’s Brain. The Need for Nurture. Eugene: University of Oregon.
Sótt af: http://www.sagepub.com/books/Book231533/title#tabview=google