Íslenska hefur marga flokka fallorða og sagnorða. Nafnorð, lýsingarorð, fornöfn og töluorðin 1-4 beygjast í fjórum föllum. Nafnorð eru til í þremur kynjum. Lýsingarorð, flest fornöfn og töluorðin 1-4 beygjast einnig í þremur kynjum. Sagnir beygjast í tíð, persónu, tölu, hætti og mynd.
Óskar er svangur og dapur
Helga er svöng og döpur
Barnið er svangt og dapurt
Ég ber
Þú berð
Við berum
Grundvallarorðaröð í íslensku er frumlag – sögn – andlag en vegna þess hve beyging orðanna er margvísleg getur orðaröðin verið býsna frjáls.
Þessar setningar hafa sömu grunnmerkingu í íslensku:
Bróðir minn keypti bókina.
Bókina keypti bróðir minn.