Orðaforði námsgreina

Nám í faggreinum verður að byrja áður en nemendur virðast tilbúnir. Kennsla í námsgreinum má ekki setja í bið á meðan tungumálið er lært hjá nýbúakennara vegna þess að það eitt og sér veitir nemendum ekki nægan stuðning. Það er ögrandi verkefni að læra innihald námsgreina áður en nemendur eru altalandi á íslensku.

Meginvandi nemenda með annað tungumál stafar af skorti á fræðilegum orðaforða. Fræðilegt mál beitir torskildum, sérhæfðum hugtökum sem þjappað er saman í texta. Nemendur sjá þau gjarnan í náttúrufræði, samfélagsfræði og bókmenntum en þau eru sjaldan notuð í frásögn eða í daglegu tali. Þessi orð eru grundvöllur fyrir því að læra ný orð á miðstigi. Að læra öll orðin sem þarf til að skilja texta á tilteknu námsstigi er mjög umfangsmikið verkefni.

Rannsóknir gefa til kynna að það sé mun árangursríkara að læra innihald námsgreina og tungumála samtímis (það er nemandinn lærir þann orðaforða og tungumál  sem þarf til að skilja efnið) en að læra tungumálið sér og innihald greina sér. Markmið tungumálakennslu í gegnum námsgreinar er að efla skilning nemenda og hjálpa þeim að tjá þekkingu sína á fjölbreyttum viðfangsefnum. Nemendur öðlast samtímis fræðilega þekkingu og vitsmunalega tungumálakunnáttu.

Í ágúst 2011/AGJ

CC-LEYFI

Heimildir
English as a Second Language. Guide to Implementation. Kindergarten to Grade 9. (2007). Edmonton: The Minister of Education. Alberta, Kanada.
Sótt af: http://education.alberta.ca/media/507659/eslkto9gi.pdf
Mohan, B. (2001). The second language as a medium of learning. Í Candlin, C. N., Mohan, B., Leung, C., og Davison, C. (ritstjórar), English as a Second Language in the Mainstream: Teaching, Learning and Identity, 107-126. Harlow, England: Longman, Pearson Education.