Tæki til að efla samvinnu kennara

Eitt aðal vandamál allra kennara er undirbúningur og skipulagning fyrir margbreytilegan nemendahóp. Skipulagspýramídinn er hjálpartæki eða verkfæri sem getur verið ákveðin lausn. Pýramídinn var þróaður til að styðja kennara í því að laga námsefnið að þörfum nemenda út frá ákveðinni námsbók og til að hjálpa þeim að forgangsraða námsefninu. Hugmyndin á bak við Skipulagspýramídann er sú að þó að allir nemendur geti lært þá muni ekki allir nemendur læra allt námsefnið sem farið er yfir. Þetta er ekki kennsluaðferð heldur huglægt sniðmót eða líkan til að skipuleggja, sveigjanlegt verkfæri sem hver og einn kennari hefur áhrif á í samræmi við kennslustíl sinn.
Smellið á myndina til að skoða skipulagspýramídann
og prenta út.

Einfalt og raunhæft er að innleiða verkfærið fyrir almenna kennara vegna skýrrar framsetningar á beitingu þess í framkvæmd. Líkanið var upphaflega þróað innan sérkennslufræðanna en hefur víða verið tekið upp í kennslu annars máls, til dæmis í Kanada, Bandaríkjunum og Ástralíu.

Í ágúst 2011/AGJ

CC-LEYFI

Heimildir
Assisting year 7 students who need additional support. Programming and Strategies Handbook: Follow-up to ELLA. (1999). Canberra: Commonwealth of Australia. Sótt af: http://www.schools.nsw.edu.au/media/downloads/schoolsweb/studentsupport/programs/disabilitypgrms/pshandbooksec.pdf
Culturally and Linguistically Diverse Exeptional Students. Strategies for Teaching and Assessments. 2010. Kalifornia: SAGE Publications. Sótt af: http://www.sagepub.com/upm-data/31482_Chapter7.pdf
Report of the Expert Panel on Literacy and Numeracy Instruction for Students with Special Education Needs, Kindergarten to Grade 6. (2005). Ontario: Ontario Ministry of Education.
Sótt af: http://www.edu.gov.on.ca/eng/document/reports/speced/panel/speced.pdf
Shumm, J. S., Vaughn, S., Harris, J. (1997).  Pyramid power for collaborative planning. Teaching Exceptional Children, ProQuest Education Journals, 29, (6), 62-66.
Shumm, J. S., Vaughn, S., Leavell, A. G. (1994). Planning Pyramid: A framework for planning for diverse student needs during content area instruction. The Reading Teacher, 47 (8), 608-615.