Kennarar þurfa að sameina markvissa mála- og greinakennslu. Nýbúakennari hefur þekkingu í kennslu íslensku sem annars máls en samvinna við greinakennara sem ráða yfir þekkingu í sínu fagi er algjörlega ómissandi. Góð faggreinakennsla er ekki endilega góð tungumálakennsla og góð tungumálakennsla er ekki endilega góð faggreinakennsla. Jafnframt þurfa nemendur öflugan stuðning frá nýbúakennara, sem gæti falist í endurtekningu, námstækni og skipulagningu námsmarkmiða.
Þekkingarrammi Bernard Mohans (1986) hjálpar kennurum að skipuleggja og kynna innihald efnis með því að raða upplýsingunum þannig að efnið og tungumálið sé sameinað. Grundvöllur aðferðarinnar er sú að hægt er að brjóta allan texta niður í einn eða fleiri af sex grunnþáttum í samsetningu þekkingar: flokkun, lýsing, eiginleikar, ferli, mat, og val.
Um leið og samsetning þekkingar í tilteknum texta hefur verið metin geta kennarar náð yfir allt svið hugsunarhæfninnar með því að lýsa, flokka, setja fram tilgátu og meta. Þetta tryggir að nemendurnir þróa þá nauðsynlegu hæfni til gagnrýninnar hugsunar sem lýst er í flestum námskrám.
Í ágúst 2011/AGJ
Heimildir